19. maí 2021

Stærri sérbýli drífa áfram hækkanir á fasteignamarkaði

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Leiðrétt vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir að mun meiri hækkun var á íbúðaverði í mars en talið var. Áður hafði verið gefið út að hækkunin væri 1,6% en ljóst er að hún var um 3,3%, það er mesta hækkun á vísitölunni sem sést hefur á milli mánaða frá apríl 2007. Vegna villu þá kom þessi hækkun ekki fram við reglulega birtingu vísitölunnar í lok apríl. Einnig hafa verið birt gögn um vísitöluna fyrir apríl og verðhækkanirnar eru áfram töluverðar en hún hækkar um 2,7% milli mars og apríl.

Leiðrétt vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir að mun meiri hækkun var á íbúðaverði í mars en talið var. Áður hafði verið gefið út að hækkunin væri 1,6% en ljóst er að hún var um 3,3%, það er mesta hækkun á vísitölunni sem sést hefur á milli mánaða frá apríl 2007. Vegna villu þá kom þessi hækkun ekki fram við reglulega birtingu vísitölunnar í lok apríl. Einnig hafa verið birt gögn um vísitöluna fyrir apríl og verðhækkanirnar eru áfram töluverðar en hún hækkar um 2,7% milli mars og apríl.

Frá því apríl 2007 hafa mánaðarhækkanir á fasteignamarkaði hér á landi mest náð 2,7% í febrúar 2017 en frá þeim tíma hafa hækkanir milli mánaða haldist undir 1% fyrir utan júní 2020 þegar mánaðarhækkun mældist 1,2% og þangað til í mars í ár. Þetta er því óvenjulega mikil hækkun á vísitölunni á milli mánaða.

Í apríl mældist 12 mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs um 13,7% sem er mikil hækkun frá því í mars þegar hún mældist 10,7% og áður en vísitalan var leiðrétt mældist 12 mánaða breytingin 8,9% í mars. Ásýnd fasteignamarkaðarins hefur því breyst talsvert í vikunni.

Sérbýli leiða hækkanir á fasteignamarkaði

Hækkun vísitölunnar í mars er drifin áfram af verðhækkunum á sérbýli. Vísitala sérbýlis hækkar um 4,9% á milli febrúar og mars en á sama tíma hækkaði fjölbýli um 2,8%. Það á einnig við ef litið er á 12 mánaða hækkun vísitölunnar í mars en þar er hækkunin á sérbýli 13,6% og í fjölbýli 9,5%. Hins vegar eru komnar nýjar tölur fyrir apríl og þar er 12 mánaða hækkun á sérbýli 16,1% á meðan fjölbýli hækkaði um 12,6% eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Stór sérbýli hafa hækkað um 22% á einu ári

Stór einbýlishús hafa hækkað mun meira en annað sérbýli á síðustu misserum. Sérbýli á bilinu 200-370 fermetrar fór á um 460 þúsund krónur á fermetra í mars 2021 og hafði þá hækkað um 22% á einu ári, þar af nam hækkunin milli febrúar og mars 8,2%. Sérbýli minna en 200 fermetrar seldist að meðaltali á um 515 þúsund krónur á fermetra í mars og nemur árshækkunin um 16%. Stór sérbýli hafa því hækkað talsvert meira en minni og mun meira en íbúðir í fjölbýli.

Vaxtalækkanir valda aukinni eftirspurnSem áður segir er hækkunin á fasteignamarkaði nú aðallega keyrð áfram af hækkunum á sérbýli. Svipaða þróun má sjá víða í heiminum, til að mynda í Bandaríkjunum, eftir að COVID-19 faraldurinn skall á. Eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hefur stóraukist með vaxtalækkunum sem gripið var til af seðlabönkum í kjölfar heimsfaraldursins. Mun auðveldara hefur verið að fjármagna kaup á húsnæði og hafa fjölmörg heimili nýtt sér lægri greiðslubyrði húsnæðislána og stækkað við sig. Þessar miklu verðhækkanir hafa þó orðið til þess að Seðlabanki Íslands skoðar aðgerðir til að hægja á fasteignamarkaðnum og hefur nú þegar hækkað stýrivexti aftur upp í 1%.

 

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS