10. júlí 2024

Sólarorkukerfi  – ýmislegt þarf að hafa í huga við uppsetningu og notkun

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Áhugi á uppsetningu sólarorkukerfa (sólarvirkja, sólarsellukerfa) hefur aukist verulega síðustu ár. Eftir því sem tækninni hefur fleygt fram er notkun slíkra kerfa til orkuvinnslu á norðlægum slóðum, jafnvel á Íslandi, orðinn raunhæfur möguleiki. Ætla má að áhuginn aukist enn frekar með boði Orkuseturs Orkustofnunar um styrk til rafmagnsnotenda á tilteknum svæðum til kaupa á sólarsellum til framleiðslu rafmagns til eigin nota, sjá hér.

Í sinni einföldustu mynd samanstendur sólarorkukerfi af sólarsellum sem raðað er saman til að umbreyta orku sólarinnar í raforku. Í sólarsellunum verður til jafnspenna og jafnstraumur sem tekinn er í gegnum áriðil (e. inverter) sem breytir þeim í riðspennu og riðstraum sem flest raftæki á heimilum nota.

Ým­is­legt ber að var­ast við upp­setn­ingu sól­ar­orku­kerfa

Þó sólarorkukerfi séu ekki algeng á Íslandi hefur þeim fjölgað gríðarlega í Evrópu á undanförnum árum. Þessi uppbygging hefur m.a. leitt í ljós að ýmislegt ber að varast við uppsetningu og notkun þessara kerfa. Sem dæmi má nefna að nokkuð hefur verið um bruna af völdum sólarorkukerfa og einnig hefur töluvert borið á truflunum af þeirra völdum, t.d. á öðrum rafbúnaði og fjarskiptum. Með aukinni reynslu við val á búnaði og uppsetningu hefur þessum vandamálum fækkað.

Þegar ákvörðun er tekin um uppsetningu sólarorkukerfis er afar mikilvægt að valinn sé búnaður sem uppfyllir allar kröfur sem um hann gilda. Einnig er æskilegt að allir íhlutir sólarorkukerfa séu keyptir af aðila með reynslu af slíkum kerfum til að stuðla að samþýðanleika íhluta og draga úr líkum á að þeir hafi neikvæð áhrif hvor á annan og valdi truflunum.

Öll raflagnavinna, þ.m.t. uppsetning og tenging sólarorkukerfa, skal unnin á ábyrgð löggilts rafverktaka sem tilkynnir verk sín til HMS að þeim loknum.

Við uppsetningu sólarorkukerfa getur þurft að taka tillit til ýmissa atriða. Við uppsetningu á þaki húsa getur til að mynda þurft að taka tillit til burðarþols og vindálags. Eins getur uppsetning verið byggingarleyfisskyld eða tilkynningarskyld til viðkomandi sveitarfélags (byggingarfulltrúa).

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS