23. apríl 2025
5. maí 2022
Snertihætta af dýralömpum frá Seletti
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á innköllun Hrím á dýralömpum frá Seletti, Seletti Mouse Lamp Standing White 8008215148847 og Seletti Chameleon Lamp going up model 144662. Umræddir lampar voru seldir í verslunum Hrím og á hrim.is. Hugsanlegt er að þeir hafi einnig borist hingað til lands eftir öðrum leiðum.
Rafföng: Dýralampar, mús og kamelljón.
Framleiðandi/Vörumerki: Seletti, Seletti Mouse Lamp Standing White 8008215148847 og Seletti Chameleon Lamp going up model 144662.
Þekktir söluaðilar á Íslandi: Hrím og hrim.is.
Hætta: Spennuhafa hlutar geta verið snertanlegir og valdið raflosti þegar pera er skrúfuð í og úr lampanum.
HMS beinir því til allra eigenda og notenda viðkomandi lampa að hætta notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við söluaðila.
Sjá frekari upplýsingar og leiðbeiningar í innköllun Hrím: https://www.facebook.com/hrimhrim/photos/pcb.4984901768211771/4984896628212285/ og https://www.facebook.com/hrimhrim/photos/pcb.4984901768211771/4984896688212279
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS