8. júlí 2024

Slökkvilið landsins sinntu 811 útköllum á öðrum ársfjórðungi 2024

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Slökkvilið landsins sinntu alls 811 útköllum á öðrum ársfjórðungi 2024, af þeim eru 83 útköll vegna gróðurelda. Þetta kemur fram í gögnum útkallsskýrslugrunns slökkviliða, sem HMS hefur unnið tölfræðiupplýsingar úr á tímabilinu.

Slökkvilið sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum þegar kemur að slökkvi- og björgunarþjónustu sveitarfélaga. Dæmi um lögbundin verkefni slökkviliða eru forvarnir, eldvarnaeftirlit, slökkvistarf, reykköfun og björgun á fastklemmdu fólki til dæmis vegna umferðarslysa. Flest slökkvilið sinna einnig öðrum verkefnum eins og sjúkraflutningum, slökkvitækjaþjónustu og björgunarstörfum.

Út­köll vegna gróð­ur­elda 83 tals­ins

Slökkvilið landsins hafa farið í 811 útköll á öðrum ársfjórðungi 2024. Af þeim eru 385 útköll vegna elds og þar af 83 útköll vegna gróðurelda. Útköllum vegna gróðurelda hefur farið fjölgandi síðustu ár, en alls voru þau 106 á árinu 2023. Á grafinu hér að neðan má sjá fjölda útkalla vegna gróðurelda eftir ársfjórðungum.

Útköll vegna gróðurelda eftir ársfjórðungum

Á meðal annarra verkefna slökkviliða voru 56 útköll vegna vatnstjóna sem er veruleg fækkun miðað við fyrstu þrjá mánuði ársins þegar þau voru 92. Auk þess var sinnt 31 útkalli vegna viðvörunarkerfa þar sem ekki var eldur og 8 útköll þar sem manneskja var í neyð. Frá ársbyrjun hafa slökkviliðin sinnt 19 útköllum vegna leka af hættulegum efnum.

At­vik­um fjölg­ar í um­ferð­inni milli árs­fjórð­unga

Útköllum í umferðinni hefur fjölgað á milli ársfjórðunga. 109 útköll vegna atvika í umferðinni voru á öðrum ársfjórðungi en alls voru þau 88 á fyrsta fjórðung ársins.

Slökkviliðin fóru í 3 útköll vegna bruna í rafmagnshlaupahjólum. Öll rafmagnshlaupahjólin voru í hleðslu innandyra þegar eldur kviknaði. HMS vill ítreka mikilvægi þess að hleðsla rafmagnshjóla og rafmagnshlaupahjóla fari fram utan íbúða þar sem mikil hætta skapast komi upp eldur við hleðslu þessara tækja. Bruni í slíkum tækjum er bæði mjög hraður og öflugur.

HMS sinnir öflugu fræðslu og forvarnarstarfi á sviði brunavarna. Á vefnum Vertu eldklár má nálgast forvarnar- og fræðsluefni varðandi brunavarnir heimilisins.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS