24. apríl 2024

Sjálfbærir nytjaskógar er raunhæfur kostur til mannvirkjagerðar

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Í tilefni af Degi umhverfisins vekur teymi Mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS athygli á mikilvægi sjálfbærrar skógræktar í samhengi við mannvirkjagerð. Með ræktun nytjaskóga og nýtingu timburs úr þeim væri hægt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, draga úr jarðvegseyðingu og vatnsrofi.

Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert og er tileinkaður Sveini Pálssyni lækni sem fæddist þennan dag árið 1762. Sveinn, sem var frumkvöðull í rannsóknum á náttúru landsins, er talinn vera á meðal fyrstu Íslendinganna sem vöktu athygli á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar.

Hér að neðan má sjá myndband sem teymi Mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS hefur útbúið til að minna á mikilvægi nytjaskóga. Líkt og kemur fram í því eru hefur skógrækt ýmis jákvæð umhverfisáhrif, til að mynda draga þau úr hávaða og sía út mengunarefni, auk þess sem þau veita skjól og viðhalda líffræðilegan fjölbreytileika. Þar að auki getur nytjaskógrækt haft jákvæð áhrif á samfélagið, þar sem hún skapar störf til framtíðar.

Notkun vistvænna byggingarefna er mikilvægur liður í áformum stjórnvalda í að draga úr losun í byggingariðnaði. í HMS styður við ýmsar rannsóknir á timbri og öðrum vistvænum byggingarefnum í gegnum Ask – mannvirkjarannsóknarsjóð.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS