2. júlí 2025
20. ágúst 2021
Raunverð íbúða heldur áfram að ná methæðum
Eins og fjallað hefur verið um í mánaðarskýrslum HMS hafa verðhækkanir á sérbýli sett mestan þrýsting á fasteignaverð á undanförnum mánuðum, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá mælist vísitala sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu á föstu verðlagi 260,7 stig, sem er langt umfram gildi hennar í október árið 2007, þegar hún náði hápunkti í 238,5, miðað við grunnárið 1994.
Eins og fjallað hefur verið um í mánaðarskýrslum HMS hafa verðhækkanir á sérbýli sett mestan þrýsting á fasteignaverð á undanförnum mánuðum, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá mælist vísitala sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu á föstu verðlagi 260,7 stig, sem er langt umfram gildi hennar í október árið 2007, þegar hún náði hápunkti í 238,5, miðað við grunnárið 1994.
Vísitala sérbýlis á föstu verðlagi hefur aldrei náð þessum hæðum áður en hún hefur slegið met í hverjum mánuði í síðustu 5 mælingum, þ.e. frá mars og fram í júlí á þessu ári. Á því tímabili hefur vísitala sérbýlis á föstu verðlagi hækkaði um 8,7%. Til samanburðar þá hefur vísitala fjölbýlis á föstu verðlagi hækkað um 3.9% síðustu 5 mánuði, sem er töluvert minna en hækkanir á sérbýli, en hún náði methæðum í júní þegar hún var 253,06 stig. Vísitala íbúðahúsnæðis á föstu verðlagi hefur slegið met allt frá mars á þessu ári og er í 254,81 stigum samkvæmt nýjustu mælingu og hefur hækkað um 4,85% á undangengnum 5 mánuðum. Vísitalan mælir hækkanir á verði íbúða í bæði fjölbýli og sérbýli á höfuðborgarsvæðinu.
Raunverðshækkanir ekki eins brattar og árið 2017
Þrátt fyrir skarpar hækkanir á vísitölum Þjóðskrár undanfarna mánuði hefur 12 mánaða breyting fasteignaverðs á föstu verðlagi á höfuðborgarsvæðinu ekki náð sömu hækkunum og mældust t.d. síðast árið 2017. Mestu hækkanir á föstu verðlagi árið 2017 námu 21,6% í apríl á sérbýli, 24,4%% í maí á fjölbýli og 23,5% á íbúðarhúsnæði alls í maí. Samkvæmt nýjustu tölum er 12 mánaða hækkun á föstu verðlagi á sérbýli 18,9%, 14,1% á fjölbýli og 15,4% á íbúðarhúsnæði í júlímánuði.
Eignir seljast hratt og framboð minnkar enn
Sölutími fasteigna heldur áfram að styttast og það gengur hratt á eignir til sölu. Nú er fjöldi auglýstra eigna fyrst kominn niður fyrir 700 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Að svo stöddu eru 503 fjölbýlisíbúðir á söluskrá á höfuðborgarsvæðinu en 163 í sérbýli sem er um 40% minna en fyrir ári síðan þegar 274 sérbýli voru til sölu. Þróunin hefur verið örlítið misjöfn eftir því hvaða sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu um ræðir en í heild er þróunin svipuð á landinu öllu.