8. júlí 2024

Nýjar námsmannaíbúðir munu rísa í Breiðholti

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Byggingafélag námsmanna ses. hefur fengið samþykkta umsókn um stofnframlag ásamt viðbótarframlagi frá HMS og Reykjavíkurborg í fyrstu úthlutun ársins. Um er að ræða byggingu á 70 íbúðum fyrir námsmenn og verða þær staðsettar í Arnarbakka í Breiðholti.

Gert er ráð fyrir að um helmingur íbúðanna verði stúdíóíbúðir sem ætlaðar eru fyrir einstaklinga og um helmingur verði fjölskylduíbúðir, þ.e. tveggja og þriggja herbergja íbúðir. Í byggingunni verða einnig félags-, tómstunda og lærdómsrými fyrir íbúa ásamt tilheyrandi þjónusturýmum svo sem hjólageymslum og þvottahúsi.

Íbúðirnar eru ætlaðar námsmönnum eingöngu en biðlistar eftir slíkum íbúðum hafa lengst að undanförnu þrátt fyrir talsverða uppbyggingu undanfarin ár. Um 670 námsmenn eru nú á biðlista eftir námsmannaíbúð samkvæmt upplýsingum úr húsnæðisáætlunum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2024.

„Við erum mjög spennt fyrir að hefja uppbyggingu á þessu svæði og teljum það tilvalið fyrir námsmannaíbúðir. Mjög stutt er í bæði verslun og þjónustu auk almenningssamgangna. Við vonumst til að geta hafið framkvæmdir strax í haust og gerum þá ráð fyrir að íbúðir verði tilbúnar til notkunar um mitt ár 2026.“ segir Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri Byggingafélags námsmanna.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS