28. desember 2022

Ný brunavarnaáætlun Fjallabyggðar tekur gildi

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Það er ánægjulegt að segja frá því að ný brunavarnaáætlun Fjallabyggðar hefur verið undirrituð af slökkviliðsstjóra, sveitarstjóra og forstjóra HMS. Í heildina eru 34 slökkvilið starfandi í landinu sem starfa á vegum 64 sveitarfélaga, 19 af 34 slökkviliðum eru nú með gilda brunavarnaáætlun.

Markmið brunavarnaáætlunar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þær áhættur sem eru í sveitarfélaginu. Á hverju starfssvæði slökkviliðs skal liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur samþykki HMS og viðkomandi sveitarstjórnar. Slökkviliðsstjóri vinnur brunavarnaáætlun sem er öflugt verkfæri til að ná fram yfirsýn yfir starfsemi og ástand slökkviliða og hversu vel í stakk búið það er að takast við áhættur á sínu svæði. Brunavarnaáætlunin er nú aðgengileg á vefsíðu viðkomandi sveitarfélags en einnig eru hún birt á vef HMS, hér.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS