11. nóvember 2025

Námskeið í áfallastreitu og félagastuðning fyrir stjórnendur slökkviliða

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Dagana 5. – 6. nóvember fór fram námskeið á vegum Brunamálaskólans fyrir stjórnendur slökkviliða í landinu. Viðfangsefni námskeiðsins var „Áfallastreita og félagastuðningur“ og fyrirlesari var Styrkár Hallsson sálfræðingur frá sálfræðistofunni Sálfræðingarnir ehf.  

Námskeiðið, sem haldið var á Hótel Varmalandi, var vel sótt og voru 35 stjórnendur frá 20 slökkviliðum alls staðar að af landinu.

Á námskeiðinu var farið m.a. yfir hugtakið streita og hverjar helstu tegundir og orsakir streitu eru.  Áföll og kvíði voru tekin fyrir ásamt áfallastreituröskun og helstu áhættuþáttum hennar. Þá var félagastuðningur stór partur af námskeiðinu.

Námskeiðið heppnaðist mjög vel og var umræða þátttakenda mjög lifandi og skemmtileg. Þá var ekki annað að heyra á þátttakendum í lok námskeiðs en að fólk væri mjög ánægt með námskeiðið og það hefði verið gagnlegt og fræðandi.

Brunamálaskólinn þakkar Styrkári og þátttakendum kærlega fyrir samveruna og þakkar starfsfólkinu á Hótel Varmalandi fyrir góðar móttökur.

Til stendur að halda svipað námskeið á vordögum fyrir stjórnendur slökkviliða þar sem viðfangsefnið verður fjárhagsáætlanagerð. Verður það auglýst nánar síðar.

 

Hér má sjá fleiri myndir frá námskeiðinu:

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS