28. ágúst 2024

Kaupsamningar um atvinnuhúsnæði voru færri og stærri í júlí

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Velta kaupsamninga um atvinnuhúsnæði var stöðug milli mánaða í júlí, þrátt fyrir að kaupsamningum hafi fækkað frá því í júní
  • Utan höfuðborgarsvæðisins eykst veltan með atvinnuhúsnæði um 11,4 prósent á milli mánaða
  • Heildarvelta kaupsamninga um atvinnuhúsnæði fyrstu sjö mánuði ársins er 7,9 prósent meiri en á sama tíma frá árinu áður á föstu verðlagi

Heildarvelta kaupsamninga um atvinnuhúsnæði nam 6,7 milljörðum króna í júlí og helst hún stöðug milli mánaða. Að meðaltali voru hver viðskipti þó umfangsmeiri í júlí en þau voru í júní þar sem kaupsamningum fækkaði úr 107 í 92 á milli mánaða. Þetta kemur fram í mánaðarlegum tölum HMS um veltu með atvinnuhúsnæði, sem nálgast má hér að neðan.

Mánaðartölur um veltu um atvinnuhúsnæði

Mánaðartölur um veltu um atvinnuhúsnæði

Heild­ar­velta eykst og kaup­samn­ing­um fækk­ar

Heildarvelta á viðskiptum með atvinnuhúsnæði fyrstu sjö mánuði ársins nam 54,8 milljörðum króna, sem er 7,9 prósent meiri velta en á sama tíma í fyrra á föstu verðlagi. Á sama tíma fækkar kaupsamningum á milli ára, úr 690 í 652 samninga. Kaupverð atvinnuhúsnæðis hefur þar með hækkað umfram almennt verðlag að meðaltali, eins og kaupverð íbúðarhúsnæðis, en HMS hefur áður greint frá því að íbúðaverð hefur hækkað um 4,4 prósent umfram verðbólgu á síðustu 12 mánuðum.

Mánaðarlegur fjöldi kaupsamninga um atvinnuhúsnæði 2020-2024

Á myndinni hér að ofan má sjá mánaðartölur yfir fjölda kaupsamninga um atvinnuhúsnæði á landinu öllu, höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu frá ársbyrjun 2020.

Kaup­verð hækk­ar um 40 pró­sent að raun­virði milli mán­aða

Velta með atvinnuhúsnæði nam 5,0 milljörðum króna á höfuðborgarsvæðinu og 1,7 milljörðum króna á landsbyggðinni í júlí. Meðalkaupverð atvinnuhúsnæðis var því 42,5 milljónir króna á landsbyggðinni, sem er 40 prósent hærra en í júní á föstu verðlagi. Meðalkaupverð atvinnuhúsnæðis var 98,5 milljónir króna á höfuðborgarsvæðinu og hækkar um 3 prósent milli mánaða á föstu verðlagi.

Hægt er að nálgast mánaðarlegar tölur um fjölda kaupsamninga á íbúðarhúsnæði sem og öðru húsnæði eftir sveitarfélögum, landshlutum og fjölda kaupenda með því að smella á þennan hlekk.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS