8. júlí 2025
8. maí 2018
Húsnæðismarkaðurinn – Mánaðarskýrsla maí 2018
Mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs í maí er nú komin út. Á meðal þess sem fjallað er um í skýrslunni að þessu sinni er eftirfarandi:• Íbúðaskuldir heimilanna voru 5,6% meiri að raunvirði í febrúar síðastliðnum en í sama mánuði árið áður. Árshækkun íbúðaskulda að raunvirði hefur ekki verið meiri síðan 2009.• Síðan í upphafi árs 2016 hafa lægstu vextir óverðtryggðra íbúðalána lækkað um rúmlega eitt prósentustig og lægstu vextir verðtryggðra íbúðalána hafa lækkað um hálft prósentustig.• Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um alls 1,4% á fyrstu þremur mánuðum ársins og ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um alls 1,8% á sama tímabili.• Verð annarra íbúða en nýbygginga lækkaði miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu frá ágúst 2017 þangað til í janúar síðastliðnum og nam lækkunin á þessu tímabili samtals 2 prósentustigum. Síðan í janúar hefur íbúðaverð á þessu svæði hækkað aftur.• Utan höfuðborgarsvæðisins hækkaði íbúðaverð einna mest á Akranesi milli tveggja síðustu ársfjórðunga eða um 9%. Á sama tíma lækkaði íbúðaverð lítillega á Suðurnesjum.• Meðalsölutími íbúða á landsbyggðinni hefur styst mikið á undanförnum tveimur árum og er nú orðinn svipaður og á höfuðborgarsvæðinu.• Samkvæmt nýlegri könnun Íbúðalánasjóðs eru 18% þjóðarinnar á leigumarkaði. Hlutfallslega jafn margir eru á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess.• Aðeins 10% leigjenda telja líklegt að þau kaupi sér fasteign á næstu 6 mánuðum, sem er sama hlutfall og meðal þeirra sem búa í foreldrahúsum.Skýrsluna má lesa í heild sinni hér: Húsnæðismarkaðurinn – maí 2018
Mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs í maí er nú komin út. Á meðal þess sem fjallað er um í skýrslunni að þessu sinni er eftirfarandi:• Íbúðaskuldir heimilanna voru 5,6% meiri að raunvirði í febrúar síðastliðnum en í sama mánuði árið áður. Árshækkun íbúðaskulda að raunvirði hefur ekki verið meiri síðan 2009.• Síðan í upphafi árs 2016 hafa lægstu vextir óverðtryggðra íbúðalána lækkað um rúmlega eitt prósentustig og lægstu vextir verðtryggðra íbúðalána hafa lækkað um hálft prósentustig.• Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um alls 1,4% á fyrstu þremur mánuðum ársins og ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um alls 1,8% á sama tímabili.• Verð annarra íbúða en nýbygginga lækkaði miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu frá ágúst 2017 þangað til í janúar síðastliðnum og nam lækkunin á þessu tímabili samtals 2 prósentustigum. Síðan í janúar hefur íbúðaverð á þessu svæði hækkað aftur.• Utan höfuðborgarsvæðisins hækkaði íbúðaverð einna mest á Akranesi milli tveggja síðustu ársfjórðunga eða um 9%. Á sama tíma lækkaði íbúðaverð lítillega á Suðurnesjum.• Meðalsölutími íbúða á landsbyggðinni hefur styst mikið á undanförnum tveimur árum og er nú orðinn svipaður og á höfuðborgarsvæðinu.• Samkvæmt nýlegri könnun Íbúðalánasjóðs eru 18% þjóðarinnar á leigumarkaði. Hlutfallslega jafn margir eru á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess.• Aðeins 10% leigjenda telja líklegt að þau kaupi sér fasteign á næstu 6 mánuðum, sem er sama hlutfall og meðal þeirra sem búa í foreldrahúsum.Skýrsluna má lesa í heild sinni hér: Húsnæðismarkaðurinn – maí 2018