18. nóvember 2024

Húsnæðisbætur voru endurreiknaðar 18. nóvember  

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Í dag, þann 18. nóvember 2024, framkvæmdi HMS endurreikning vegna umsókna um húsnæðisbætur. Samkvæmt lögum um húsnæðisbætur ber HMS að framkvæma endurreikning húsnæðisbóta fjórum sinnum á ári. Umsækjendur munu á næstu dögum fá send bréf með niðurstöðum endurreiknings hafi orðið breyting á bótafjárhæð frá síðustu tekjuáætlun.  

Ný tekjuáætlun er gerð á grundvelli fyrirliggjandi gagna, þar á meðal upplýsingum úr staðgreiðsluskrá Skattsins og aðrar þær forsendur sem hafa áhrif á bótarétt eru skoðaðar. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér niðurstöður endurreikningsins og er þeim bent á að hafa samband með tölvupósti í hms@hms.is hafi þeir athugasemdir eða spurningar varðandi hina nýju tekjuáætlun.  

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS