16. apríl 2025
7. desember 2017
Húsnæðisbætur færast til Íbúðalánasjóðs
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Frá og með 1. janúar 2018 mun Íbúðalánasjóður sjá um að greiða út húsnæðisbætur, taka við umsóknum og svara fyrirspurnum vegna bótanna. Fram að því mun Vinnumálastofnun, sem haft hefur umsjón með húsnæðisbótunum, afgreiða erindi tengd þeim.
Frá og með 1. janúar 2018 mun Íbúðalánasjóður sjá um að greiða út húsnæðisbætur, taka við umsóknum og svara fyrirspurnum vegna bótanna. Fram að því mun Vinnumálastofnun, sem haft hefur umsjón með húsnæðisbótunum, afgreiða erindi tengd þeim.
Fyrirkomulag húsnæðisbóta verður óbreytt að öðru leyti en því að frá áramótum skal beina öllum fyrirspurnum um húsnæðisbætur til skrifstofu Íbúðalánasjóðs, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki eða í gegnum síma 569-6900. Aðalskrifstofur Íbúðalánasjóðs eru að Borgartúni 21, 105 Reykjavík og er einnig hægt að leita þangað.
Áfram verður hægt að sækja um húsnæðisbætur á mínum síðum á www.husbot.is
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS