16. apríl 2025
27. ágúst 2020
HMS skipuleggur Nordic Climate Forum for Construction 2021
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Í dag var vefráðstefnan Nordic Climate Forum for Construrction 2020 haldin. Þátttakendur voru um 160 talsins, þar af voru 20-30 manns skráðir frá Íslandi.Tilgangur hennar var að skapa vettvang fyrir samtal meðal stjórnvalda, háskólasamfélagsins, fjármálageirans og aðila byggingariðnaðarins um hvernig Norðurlöndin geti komið betri stjórn á umhverfisáhrif byggingariðnaðarins og dregið úr losun frá húsnæðis- og mannvirkjagerð.
Í dag var vefráðstefnan Nordic Climate Forum for Construrction 2020 haldin. Þátttakendur voru um 160 talsins, þar af voru 20-30 manns skráðir frá Íslandi.Tilgangur hennar var að skapa vettvang fyrir samtal meðal stjórnvalda, háskólasamfélagsins, fjármálageirans og aðila byggingariðnaðarins um hvernig Norðurlöndin geti komið betri stjórn á umhverfisáhrif byggingariðnaðarins og dregið úr losun frá húsnæðis- og mannvirkjagerð.
Viðburðurinn var skipulagður af Trafik-, Bygge og Boligstyrelsen í Danmörku í samstarfi við aðrar húsnæðis- og mannvirkjastofnanir á Norðurlöndunum, Swedish Life Cycle Center í Svíþjóð og Norrænu ráðherranefndina.
Ráðstefnan á að vera árlegur viðburður, en hún var haldin í fyrsta sinn á síðasta ári í Malmö í framhaldi af yfirlýsingu norrænu byggingarmálaráðherra um aukið samstarf í því skyni að draga úr losun frá húsnæði og byggingariðnaði á Norðurlöndum.
Á ráðstefnunni í dag var tilkynnt að Nordic Climate Forum for Construction 2021 yrði haldin á vegum HMS á næsta ári. Engar dagsetningar hafa verið settar fram að svo stöddu, auk þess sem enn er óljóst hvort ráðstefnan verði haldin á staðnum, á netinu eða bæði (á svokölluðu hybrid formi). Það mun ráðast með tilliti til þróunar á Covid-19 á næstu misserum, eins og svo margt annað.
Þetta er mjög spennandi verkefni sem við hlökkum til að fást við í góðu samstarfi við norrænar systurstofnanir okkar, Norrænu ráðherranefndina - og vonandi íslenska félaga okkar úr byggingargeiranum.
Nánari upplýsingum um viðburðinn verður komið á framfæri þegar fram líða stundir.
Nánari upplýsingar um samstarf HMS við norrænar systurstofnanir á þessu sviði má finna hér.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS