22. apríl 2025
3. desember 2021
Greiddar húsnæðisbætur í desember voru um 550 milljónir
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun greiðir mánaðarlega út húsnæðisbætur sem ætlaðar eru til að aðstoða efnaminni leigjendur íbúðarhúsnæðis. Núna 1. desember voru greiddar húsnæðisbætur fyrir rúmlega 16.600 umsóknir vegna leigu í nóvember. Um þrjátíu þúsund einstaklingar eru að baki þessum umsóknum og njóta góðs af þessum stuðningi. Miðað við áætlaða stærð leigumarkaðarins á Íslandi eru húsnæðisbætur greiddar vegna 50% allra leiguíbúða á landinu.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun greiðir mánaðarlega út húsnæðisbætur sem ætlaðar eru til að aðstoða efnaminni leigjendur íbúðarhúsnæðis. Núna 1. desember voru greiddar húsnæðisbætur fyrir rúmlega 16.600 umsóknir vegna leigu í nóvember. Um þrjátíu þúsund einstaklingar eru að baki þessum umsóknum og njóta góðs af þessum stuðningi. Miðað við áætlaða stærð leigumarkaðarins á Íslandi eru húsnæðisbætur greiddar vegna 50% allra leiguíbúða á landinu.
Húsnæðisbætur í desember námu um 550 milljónum króna
Alls greiddi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um 550 milljónir króna í húsnæðisbætur þann 1. desember, eða að meðaltali um 32 þúsund krónur fyrir hverja leiguíbúð. Alls er áætlað að um sjö milljarðar króna verði greiddir til leigjenda á árinu 2021 í formi húsnæðisbóta.
Langflestar leiguíbúðir sem húsnæðisbætur eru greiddar vegna eru á almennum markaði, eða 58%, þar á eftir eru íbúðir í eigu ríkis eða sveitarfélaga sem eru um 25%. Leiga á áfangaheimilum, sambýlum, heimavistum og námsgörðum telur um 16%.
Þessi stuðningur getur skipt talsverðu máli þar sem meðaltalsupphæð skattfrjálsra húsnæðisbóta í mánuði hverjum, 32 þúsund krónur, er um 18% af meðaltali leigufjárhæðar á íslenskum leigumarkaði, sem er um 173 þúsund krónur á mánuði.
[1] Staðan á leigumarkaði, niðurstaða skoðanakönnunar ársins 2021: https://hms.is/media/11151/stadan-a-leigumarkadi-konnun-arsins-2021.pdf
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS