16. apríl 2025
31. mars 2020
Ertu eldklár í eldhúsinu?
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Á hverju ári verða fjölmargar fjölskyldur fyrir tjóni á heimili sínu vegna elds sem stafar af eldavélum, en þær eru ein helsta orsök bruna á heimilum. Á þeim tímum sem við nú lifum þar sem fólk er meira heima en oftast áður er ekki ólíklegt að eldavélin sé enn meira í notkun en vanalega.
Á hverju ári verða fjölmargar fjölskyldur fyrir tjóni á heimili sínu vegna elds sem stafar af eldavélum, en þær eru ein helsta orsök bruna á heimilum. Á þeim tímum sem við nú lifum þar sem fólk er meira heima en oftast áður er ekki ólíklegt að eldavélin sé enn meira í notkun en vanalega.
Eldavélabruna má yfirleitt koma í veg fyrir. Í flestum tilvikum er um að kenna gleymsku og aðgæsluleysi við matseld eða umgengni við eldavélar – sem sagt okkur sjálfum. Mýmörg dæmi eru um eldsvoða vegna þess að pottur eða panna er skilin eftir á heitri hellu á meðan athyglin beinist að öðru, t.d. börnunum, símanum, tölvunni eða sjónvarpinu, tíminn líður hratt og fyrr en varir hefur eldur blossað upp – sorgleg reynsla alltof margra.
Vissir þú að:
- Eldavélin er algengasta ástæða bruna vegna heimilistækja – sjöundi hver heimilisbruni verður vegna eldavéla.
- Eldavélbrunar eru óþarfir – þeir verða oftast vegna gleymsku eða aðgæsluleysis.
Þú tryggir þig með því að:
- Fara aldrei frá heitri hellu – eldavélabrunar verða oftast vegna potts eða pönnu sem gleymist.
- Halda hreinu – feiti sem ekki er þrifin af eldavél eða viftu getur valdið eldsvoða.
- Sýna varúð við djúpsteikingu – olía brennur ef hún ofhitnar. Hafðu mátulega mikið í pottinum. Ef olían byrjar að rjúka er hún of heit, taktu þá pottinn strax af hellunni.
- Muna að eldhúsið er ekki leikvöllur – börn kveikja á eldavélum.
- Reyna aðeins að slökkva viðráðanlegan eld – notaðu eldvarnarteppi og alls ekki vatn. Snertu ekki pottinn, hann brennir.
- Hafa reykskynjara með rafhlöðum í lagi – það getur bjargað lífi.
- Bregðast rétt við , ef eldur logar – lokaðu hurðum, forðaðu þér og hringdu í 112.
Vertu eldklár!
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS