9. nóvember 2023

Atvinnuuppbygging og þróun íbúðamarkaðar á Norðurlandi eystra

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Opinn fundur á Fosshóteli Húsavík

Föstudaginn 10. nóvember verður haldinn opinn fundur um atvinnuuppbyggingu og þróun íbúðarmarkaðar í landsbyggðunum. Fundurinn verður haldinn á Fosshótel Húsavík kl. 11:45 og er opinn öllum. Að fundinum standa ýmsir aðilar sem láta sig varða uppbyggingu í landsbyggðunum eða SSNV, Byggðastofnun, HMS, Lóa nýsköpunarstyrkur og Samtök iðnaðarins.

Á fundinum verður fjallað um atvinnuþróun í landsbyggðunum, stöðuna á íbúðamarkaði, stafræn byggingarleyfi, nýsköpunarstyrki, hagkvæmni og skilvirkni í íbúðauppbyggingu og þau lánaúrræði sem standa til boða bæði hvað varðar rekstur og íbúðaruppbyggingu.

Dagskrá

Áskoranir og tækifæri á Norðurlandi eystra
Hildur Halldórsdóttir, verkefnastjóri SSNE

Staða íbúðauppbyggingar
Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri hjá HMS

Stafræn byggingarleyfi
Hugrún Ýr Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá HMS

Lánastarfsemi Byggðastofnunar
Pétur Friðjónsson, sérfræðingur hjá Byggðastofnun

Nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina
Sigurður Steingrímsson, sérfræðingur hjá HVIN

Aukum hagkvæmni og skilvirkni í íbúðauppbyggingu
Friðrik Ágúst Ólafsson, viðskiptastjóri hjá SI

 

Húsið opnar kl. 11:30 og verður boðið upp á léttar veitingar meðan á fundi stendur. Fundargestum er boðið samtal við frummælendur eftir fundinn. Fundarstjóri er Helena Eydís Ingólfsdóttir, varaformaður stjórnar SSNE.

Við bjóðum alla velkomna á fundinn og hlökkum til að sjá ykkur.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS