27
ágú.

HMS styrkir eldvarnarátak fyrir grunnskólabörn

Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) fer fram um allt land í lok nóvember ár hvert. Slökkviliðsmenn heimsækja þá börnin í 3. bekk grunnskólanna og fræða þau um eldvarnir. Þeim gefst jafnframt kostur á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni en heppnir þátttakendur í henni fá jafnan afhent vegleg verðlaun á 112-deginum, 11. febrúar.

LSS hefur látið framleiða teiknimyndina um ævintýri Loga og Glóðar – Brennu-Vargur. Myndin fjallar um baráttu Loga og Glóðar við hinn illgjarna Brennu-Varg og hvernig þau leystu ráðgátuna um tíða eldsvoða sem geisuðu í Bænum í aðdraganda jólanna. Teiknimyndin er hluti af fræðsluefni LSS um eldvarnir.

Í dag undirrituðu fulltrúar HMS og LSS samkomulag til þriggja ára um fjárhagslegan stuðning HMS við verkefnið og var þessi mynd tekin af því tilefni.

HMS styrkir eldvarnarátak fyrir grunnskólabörn

Getum við aðstoðað?

Getum við aðstoðað?

Hringdu og fáðu beint samband við þjónustufulltrúa í síma 440 6400 eða sendu okkur tölvupóst á netfangið hms@hms.is

Opnunartími þjónustuvers
Mánudaga til fimmtudag: 09:00 - 16:00
Föstudaga frá kl: 09:00 - 14:00

Frá og með 1. desember n.k. verður þjónustutími HMS 9.00 – 16.00 mánudag til fimmtudags og frá 9.00 – 14.00 á föstudögum. Markmið breytinganna er að bæta gæði þjónustu með lengri þjónustutíma mánudag til fimmtudags og um leið að auka sveigjanleika starfsmanna með styttri vinnutíma á föstudögum. Breytingin er liður í umbótaverkefni hins opinbera um styttingu vinnuviku.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Borgartúni 21, 105 Rvk
Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki
kt. 581219-1480