Rakaskemmdir og mygla

Rakaskemmdir og mygla

Rakaskemmdir og mygla

Rakaskemmdir og mygla

Raki og raka­skemmd­ir

Raki og raka­skemmd­ir

Margir þættir sem hafa neikvæð áhrif á gæði innilofts eru til komnir vegna raka og ónægrar loftunar. Of mikill raki, á nánast hvaða yfirborði sem er innandyra, getur leitt til örveruvaxtar, s.s. myglu, sveppa- og bakteríuvaxtar.

Rakavandamál í húsum geta stafað af leka eða röku lofti sem nær að þéttast, t.d. vegna ónægs viðhalds, byggingargalla og umgengni og athafna þeirra sem þar dvelja.

Mikilvægt er að fylgjast með og meta raka innandyra reglulega, a.m.k. á hverri árstíð:

Merki um að rakastig sé of lágt:

  • Stöðurafmagn
  • Þurr húð og hár, kláði og sprungur í húð
  • Þurrar slímhúðir

Merki um að rakastig sé of hátt:

  • Stöðug móða eða hélun á rúðum
  • Saggalykt
  • Þvalt loft

Rakavandamál geta komið til vegna:

  • leka í þaki, landslags eða farvegs sem leiðir vatn að eða undir bygginguna,
  • ónægrar loftunar inn á heimilum þegar kemur að raka frá blautum þvotti, raka við eldamennsku, notkunar vatns á baðherbergjum svo eitthvað sé nefnt.
  • þess að ekki er farið í nauðsynlegar úrbætur/viðhaldsframkvæmdir eða þeim ekki lokið á fullnægjandi máta.

Á þess­ari töflu má sjá hvern­ig raka­vanda­mál geta orð­ið til ým­ist af manna­völd­um, nátt­úru­leg­um völd­um, við notk­un vatns og ekki síst við at­ferli íbúa.

Af mannavöldumNáttúranNotkun vatns innandyraAtferli fólks
PípulagnirRigningEldamennskaÖndun
VatnslagnirJarðvegsrakiÞrifSviti
SkólplagnirBráðinn snjórSturta/BaðPlöntur
HeitavatnslagnirFlóðUppþvottur
BrunakerfiÞvottur og þurrkun