Rakaskemmdir og mygla
Rakaskemmdir og mygla
Rakaskemmdir og mygla
Rakaskemmdir og mygla
Góð ráð fyrir heilnæmt inniloft
Góð ráð fyrir heilnæmt inniloft
Flestir verja megninu af tíma sínum innandyra og eru því gæði innilofts mikilvæg. Í innilofti geta verið mengandi efni í sem hafa slæm áhrif á heilsu.
Vísbendingar um óheilnæmt inniloft geta til að mynda verið tíðar öndunarfærasýkingar íbúa, þungt loft, mygluvöxtur, saggalykt eða önnur langvarandi lykt og móða eða hélun á rúðum.
Hér eru nokkur góð ráð til að halda góðu innilofti:
- Lofta í gegnum rými tvisvar á dag, í u.þ.b. 10 mínútur í senn
- Loftræsa vel þar sem föt eru þurrkuð
- Banna reykingar innandyra
- Þrífa og þurrka reglulega af
- Koma strax í veg fyrir hvers konar vatnsleka og fjarlægja rakaskemmd byggingarefni
- Nota ofnæmisprófaðar rúmdýnur, sængur og kodda
- Lofta vel um þegar framkvæmdir eru gerðar
- Forðast að kaupa hreinsiefni eða aðrar efnavörur sem innihalda mikil ilmefni, eiturefni eða rokgjörn efni.
- Tryggja að ofnar/hitun húsnæðis sé í lagi.
Sterk fylgni er á milli örverumengunar (s.s. bakteríu- og sveppavöxts) og öndunarfærasjúkdóma, ofnæmis, astma og viðbragða frá ónæmiskerfinu.