Fræðsla og forvarnir

Fræðsla og forvarnir

Fræðsla og forvarnir

Fræðsla og forvarnir

Kost­ir raf­bíla

Kost­ir raf­bíla

Rafbílar eru ökutæki með rafmagnsmótor og eru með rafhlöðu til orkugeymslu. Rafhlöður þeirra er hægt að endurhlaða með því að stinga í samband við innstungu. Flestir rafbílar nýta einnig hreyfiorku bílsins til að hlaða rafhlöðurnar.

Það eru tvær tegundir rafknúinna ökutækja:

Rafbílar (eða rafmagnsbílar) (e. battery electric vehicle, BEV)

  • Rafbílar keyra eingöngu á rafmagni, þeir eru knúnir af rafmótorum sem fá raforku úr endurhlaðanlegum rafhlöðum í bílunum.

Tengiltvinnbílar (e. Plug-in Hybrid Electric Vehicles, PHEV)

  • Tengiltvinnbílar keyra að hluta til á rafmagni með sama hætti og rafbílar, en einnig er hægt að keyra þá með jarðefnaeldsneyti, sem knýr brunahreyfil beint eða framleiðir rafmagn inn á rafhlöður.

ATH: Þessar leiðbeiningar taka ekki til tvinnbíla (e. Hybrid Electric Vehicles, HEV), þar sem þeir tengjast ekki dreifikerfi rafmagns og teljast því ekki rafknúin ökutæki. Öll orka sem búin er til í tvinnbíl er úr jarðefnaeldsneyti, þó svo að hluta hennar sé hægt að endurnýta með því að hlaða rafgeyma.

Helstu kostir rafbíla:

Skemmtilegir í akstri
Rafmótorar skapa tog um leið og straumi er hleypt á mótor og rafbílar eru því mjög snarpir og liprir í akstri. Þeir eru hljóðlátir í samanburði við bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti, sem eykur ánægju í akstri

Lægra kolefnisfótspor
Viðamiklar rannsóknir sýna að rafbílar eru umhverfisvænni en bílar sem keyra á jarðefnaeldsneyti. Rannsókn Orku náttúrunnar sýnir að heildarlosun kolefnis frá rafbíl á Íslandi, frá framleiðslu að 220 þúsund km akstri, er 4 til 4,5 sinnum minni en frá bílum sem nota jarðefnaeldsneyti. 

Minni mengun
Rafbílar eru ekki með mengandi útblástur og stuðla því að betri loftgæðum. Svifryksmengun hefur í för með sér auknar líkur á krabbameini, öndunarfærasjúkdómum o.fl.  Hlutfall útblásturs frá bílum sem brenna jarðefnaeldneyti í mældu svifriki er um 30% á höfuðborgarsvæðinu. Þetta svifrik er með hátt hlutfall fínna agna (PM2,5), sem komast lengra inn í lungun og því enn hættulegri en stærri svifriksagnir.

Sífellt fleiri borgir stefna að því að banna mengandi bíla á næstu árum og áratugum.

Notkun innlendrar orku
Á Íslandi er allt rafmagn framleitt innanlands. Rafbílar eru því þjóðhagslega hagkvæmir samanborið við bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti.

Gerðir rafbíla
Í dag eru í boði rafbílar sem sinna þörfum flestra. Mikil þróun er í rafbílum og sífellt fleiri tegundir og gerðir líta dagsins ljós. 

Nýjasta tækni
Rafbílar eru tæknivæddir og margir hafa farsímaforrit (e. app) sem veita upplýsingar um ökutækið og gefa möguleika á stjórna ýmsum þáttum. T.d. að hita bílinn þegar kalt er í veðri, læsa hurðum og fylgjast með hleðslu og orkunotkun.

Minni rekstrarkostnaður
Bensín- og díselvélar eru flóknar með fjölda hreyfanlegra hluta, rafknúin ökutæki hafa hins vegar mun færri hreyfanlega hluti. Með færri hreyfanlegum hlutum minnkar viðhald og sparnaður eykst. Rafbílar nýta orkuna u.þ.b. 5 sinnum betur en bensín- og díselbílar. Hægt er að bera saman rekstrarkostnað rafbíls og bíls sem knúinn er jarðefnaeldsneyti á vef Orkuseturs.