Fræðsla og forvarnir

Fræðsla og forvarnir

Fræðsla og forvarnir

Fræðsla og forvarnir

Drægni raf­bíla

Drægni raf­bíla

Það eru margir þættir sem hafa áhrif á val á rafbíl. Fyrir utan stærð, fjölda farþega sem bíllinn tekur, geymslupláss o.þ.h. er drægni og hleðslutími eitthvað sem þarf að íhuga.

Meðalakstur bíla er um 35-50km á dag, sem samsvarar um 9-13 kWh orku, en við þetta bætist orkuþörf vegna t.d. kulda.

Uppgefin drægni getur verið í samræmi við mismunandi staðla:

WLTP: Alþjóðlegur staðall, sem krafa er um að nota fyrir alla bíla í Evrópu
NEDC: Eldri evrópskur staðall. 
EPA: Eldri bandarískur staðall

 

Eldri staðlar (NEDC og EPA) eiga það sammerkt að gefa óraunhæfa mynd af raundrægni. Nýr alþjóðlegur staðall (WLTP) er nær raunveruleikanum, en tekur þó sem dæmi ekki tillit til vetraraksturs. Athugið að uppgefnar eyðslutölur framleiðenda bensín- og díselbíla eru oft einnig nokkuð langt frá raunveruleikanum.

Allir nýjir bílar eiga að vera með uppgefna drægni m.v. WLTP frá september 2019, en ef keyptur er notaður bíll er líklegt að vísað sé í NEDC eða EPA.

 Upplýsingar um drægni og rafhlöðustærð mismunandi rafbíla á markaði má finna á vef „Norsk elbilforening“, sem eru rafbílasamtök í Noregi. Drægnin er gefin upp skv. bæði WLTP og NEDC, en einnig má finna þar raunhæfa há- og lágmarksdrægni við norskar aðstæður, sem ættu ekki að vera mjög frábrugðnar íslenskum aðstæðum.