Fræðsla og forvarnir

Fræðsla og forvarnir

Fræðsla og forvarnir

Fræðsla og forvarnir

Það eru mun minni líkur á að það kvikni í rafmagnsbíl en í bílum sem nota fljótandi eldneyti. Hins vegur verður alltaf að gæta þess að öll rafmagnstenging og hleðsla sé útfærð með réttum hætti svo hleðslubúnaður skapi ekki hættu.

Þessar reglur ásamt árvekni og réttri umgengni notenda við búnaðinn tryggir öryggi við hleðslu rafbíla eins og frekast er unnt.

 

Nokkrir mikilvægir punktar tengt brunavörnum:

Það eru tals­vert minni lík­ur á bruna í raf­magns­bíl­um en í bíl­um sem nota fljót­andi eld­neyti.

  • Hleðslur og rafmagnstengingar þurfa þó alltaf að vera útfærðar með réttum hætti svo hleðslubúnaður skapi ekki hættu.
  • Mikilvægt er að brunaþétta með lögnum, þar sem farið er í gegnum brunahólfandi veggi og hæðaskil. Brunaþéttingar eiga að uppfylla sömu kröfur og brunahólfun viðkomandi skila (t.d. EI90).
  • Þeir sem framkvæma brunaþéttingar skulu hafa lokið viðeigandi námskeiði hjá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun.
  • Brunavarnir í bílageymslum eiga að vera í samræmi við byggingarreglugerð. Ávallt skulu vera til staðar slökkvitæki, og slöngukefli skulu vera í bílageymslum yfir 500 fermetrum.
  • Einnig getur verið krafa um sjálfvirkt vatnsúðakerfi og annan brunatæknilegan búnað eftir atvikum, háð stærð og legu bílageymslunnar. 
  • Við hönnun á bílageymslum skal taka tillit til aðkomumöguleika slökkviliðs vegna bruna.

 Á aðaluppdráttum, sem nálgast má hjá byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags má finna upplýsingar um brunavarnir mannvirkis.