Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Mínar síður

Flutningur kerfa Fasteignaskrár frá Þjóðskrá til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar 

Þann 18. nóvember nk. frá kl. 13:00 verða kerfi og þjónustur Fasteignaskrár óaðgengileg fram til laugardags. Ef áætlun gengur sem skyldi verða kerfin aftur orðin aðgengileg á laugardag um hádegi en nánar verður tilkynnt um framgang mála hér að neðan á 3 – 4 klukkutíma fresti frá því flutningur hefst og oftar ef þörf krefur. Tilkynningar verða settar inn um leið og kerfi og þjónustur verða aðgengileg og ef vandamál koma upp. 

Búast má við raski yfir helgina sem og dagana 21. – 25. nóvember og verður hægt að beina erindum á netfangið flutningurkerfa@hms.is eða í síma 440-6400. Við leggjum okkur öll fram við framkvæmd helgarinnar og við að leysa fljótt og vel úr erindum sem berast.  Truflanir verða einnig á umsóknum um Húsnæðisbætur á meðan á flutningi stendur.

Með fyrir fram þökk fyrir skilning og þolinmæði,
Starfsfólk HMS og Þjóðskrár.

Nýj­ustu upp­lýs­ing­ar varð­andi flutn­ing kerfa

20.11.2022, Kl. 12:25: Flutningi kerfa Fasteignaskrár yfir í nýtt tækniumhverfi HMS er lokið.
Athugið búast má við raski yfir helgina sem og dagana 21. – 25. nóvember. Vinsamlega beinið erindum á netfangið flutningurkerfa@hms.is eða í síma 440-6400.

19.11.2022, Kl. 18:25: Ytri prófanir eru komnar vel á veg. Næsta tilkynning verður kl.12 á morgun.
19.11.2022, Kl. 15:15: Búið er að gera allar grunnprófanir. Prófanir ytri aðila eru hafnar.
19.11.2022, Kl. 13:00: Innri prófanir hafa gengið vel, ytri prófanir hafnar.
19.11.2022, Kl. 11:10: Innri prófanir ganga samkvæmt áætlun.
19.11.2022, Kl. 09:00: Innri prófanir eru hafnar.

18.11.2022, Kl. 23:00: Flutningur gengur samkvæmt áætlun. Næsta tilkynning verður kl. 09:00 í fyrramálið.
18.11.2022, Kl. 21:00: Flutningur gengur samkvæmt áætlun.
18.11.2022, Kl. 20:10: Flutningur gengur samkvæmt áætlun.
18.11.2022, Kl. 19:00: Flutningur gengur samkvæmt áætlun.
18.11.2022, Kl. 18:00: Flutningur gengur samkvæmt áætlun.
18.11.2022, Kl. 17:10: Flutningur gengur samkvæmt áætlun.
18.11.2022, Kl. 16:00: Flutningur gengur samkvæmt áætlun.
18.11.2022, Kl. 15:05: Flutningur gengur samkvæmt áætlun.
18.11.2022, Kl. 14:10: Flutningur gengur vel, ekkert óvænt hefur komið upp.
18.11.2022, Kl. 13:00:
Flutningur hafinn.
15.11.2022, Kl. 14:00:
Áætlað er að flutningur kerfa hefjist kl: 13:00 föstudaginn 18.11.2022.