Fasteignaskrá
Fasteignaskrá
Fasteignaskrá
Fasteignaskrá
Álagningaraðilar
Álagningaraðilar
Sveitarfélögin hafa aðgang að fasteignaskránni sem gefin er út 31. desember ár hvert inni í álagningarkerfinu. Fasteignaskráin er keyrð inn í kerfið í upphafi árs og er hún grundvöllur við álagninguna. Breytingar sem gerðar eru í fasteignaskránni og eiga að koma til breytinga á álögðum fasteignagjöldum á árinu er hægt að sækja og vinna með. Allar breytingar erfast frá ári til árs. Auðveldar þetta sveitarfélögum mjög að halda utan um álagninguna.
Sveitarfélögin geta breytt gjöldum, gjaldendum, veitt þeim sem rétt eiga á samkvæmt lögum, afslátt af fasteignaskatti á grundvelli upplýsinga frá RSK, endurreiknað þann afslátt um mitt ár á grundvelli nýrra upplýsinga.
Einnig er hægt að framkvæma áætlunarálagningar sem sveitarfélögin nota í sinni fjárhagsáætlunargerð fyrir komandi ár.
Rekstur og fræðsla álagningarkerfisins er á vegum HMS. Að þessu vefkerfi hafa eingöngu starfsmenn sveitarfélaga sem vinna við álagningu fasteignagjalda aðgang og er hann einkvæmur. Skiptist aðgangurinn upp í kerfisstjóraaðgang, breytingaraðgang og skoðunaraðgang.
HMS rekur þjónustuborð fyrir álagningarkerfið.
Fyrirspurnir sendist á hms@hms.is