Áætlun eignamarka
Áætlun eignamarka
Áætlun eignamarka
Áætlun eignamarka
Landinu öllu hefur verið skipt niður í afmörkuð svæði sem að verða afgreidd eitt af öðru. Hér má sjá tímaáætlun verkefnsins.
Áætlun eignamarka er unninn landeiganda að kostnaðarlausu.
Afgreiðslutími einstakra svæða og jarða er breytilegur. Tími fer alfarið eftir hversu mikið af gögnum eru til um afmarkanir eigna.
Hér má nálgast landamerkjalýsingar frá Þjóðskjalasafni.
Þinglýst skjöl er hægt að nálgast hjá viðeigandi sýslumannsembætti
Þegar eignamörk jarðar hafa verið áætluð þá getur jarðeigandi látið fullnaðarskrá eignamörkin með aðstoð löggilts merkjalýsanda.
Hér má finna lista yfir merkjalýsendur.
Já, eigandi þarf að eiga frumkvæði að og standa kostnað af fullnaðarskráningu. Fullnaðarskráning er unninn af löggiltum merkjalýsendum.
Hér má finna lista yfir merkjalýsendur.
Eigandi kemur upplýsingum og gögnum áleiðis með útfyllingu eyðublaðsins Athugasemd við drögum að áætlun eignamarka. Mögulegt er að hengja gögn til grundvallar leiðréttingarbeiðni við eyðublaðið. Í athugasemdadálki má koma að frekari útlistun og skýringum.
Áætlun eignamarka er ekki aðeins unninn út frá gögnum heldur öllum þeim upplýsingum sem að tiltækar eru. Við áætlun eignamarka er því til viðbótar við yfirferð allra gagna horft í staðhætti, kortagögn skoðuð ítarlega, örnefnalýsingar lesnar og þannig reynt að mynda rétta áætlun eignamarka.
Séu enginn gögn tiltæk og ótækt að draga ályktanir af öðrum upplýsingum þá eru eignamörk jarðarinnar afgreidd sem óljós.
Eigandi þarf að senda inn athugasemd í gegnum eyðublaðið athugasemd við drögum að áætlun eignamarka.
Nytjaland var sett saman í átaksverkefni Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2006. Markmið verkefnisins var að meta stærð og gæði bújarða með tilliti til ræktanlegs lands en heimildir um eignamörk eru af ólíkum toga og misáreiðanleg.
Við áætlun eignamarka þá er nytjaland eitt af mörgum stuðningsgögnum.
Þú getur séð það í pósthólfi þínu á Ísland.is.
Eigandi fær rafræna tilkynningu um um drög að áætlun eignamarka senda í pósthólf á island.is. Bréfið er dagsett.
Við áætlun eignamarka er stuðst við margskonar opinber gögn líkt og landamerkjalýsingar frá þjóðskjalasafni, ýmis þinglýst skjöl svo sem landamerkjayfirlýsingar og afsöl auk mæli- og lóðablaða.
Þinglýst skjöl er hægt að nálgast hjá viðeigandi sýslumannsembætti
Áætluð landamerki eru sýnileg í vefsjá landeigna.
Eigendur og hlutaðeigandi geta sent inn athugasemd í gegnum eyðublaðið athugasemd við drögum að áætlun eignamarka.
Lagaheimild HMS til að áætla eignamörk er lýst í 3.gr.a í lögum nr. 6/2001: Lög um skráningu, merki og mat fasteigna | Lög | Alþingi