Útkallsskýrslugrunnur

Hlutverk útkallsskýrslugrunnsins er að safna saman, í einum miðlægum grunni, upplýsingum um útköll slökkviliðanna á samræmdan hátt. Með því er hægt að vinna tölfræðilegar upplýsingar um störf slökkviliðanna sem slökkviliðin geta síðan nýtt sér til að skipuleggja störf sín og þannig bætt þjónustu sína við almenning.

Í skýrslurnar eru skráðar upplýsingar um orsakir eldsvoða, slysa og aðgerðir slökkviliða. Skýrslurnar eru geymdar í miðlægum gagnagrunni Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Hvert slökkvilið hefur aðgang að eigin skýrslum en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur aðgang að grunninum öllum.

Í handbók fyrir notendur gagnagrunnsins er að finna skýringar á uppbyggingu grunnsins og einstökum liðum. Vinsamlega hafið samband við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ef nánari skýringa er þörf.

Út­kalls­skýrslu­grunn­ur

Þann 1. nóvember 2015 var nýr útkallsskýrslugrunnur tekinn í notkun en hann er hluti af Björgum, kerfi Neyðarlínunnar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hefur gert nokkur kennslumyndbönd til kynningar á honum og er hægt að nálgast þau með því að fara á slóðirnar hér að neðan en einnig er þar hlekkur á innskráningarglugga kerfisins.

Útkallsskýrslugrunnur

Útkallsskýrslugrunnur