Gróðureldar

Þegar eldur kemur upp í gróðri er talað um svokallaða gróðurelda. Gróðureldar eru eitt af mögnuðum fyrirbærum náttúrunnar og partur af hringrás jarðar þar sem nýtt líf kviknar eftir bruna. Gróðureldar koma upp þegar ákveðnar aðstæður eru fyrir hendi í náttúrunni, en einnig kemur það fyrir að gróðureldar kvikni af mannavöldum. Eldur getur komið upp í lággróðri jafnt sem í háum skógum,

Hvað get­ur ÞÚ gert?

Við mannfólkið stjórnum ekki náttúrunni og hennar áformum en við getum stjórnað okkar viðbrögðum og undirbúið okkur t.d. með því að kynna okkur fyrstu viðbrögð, temja okkur góða siði í kringum eld og kynnt okkur flóttaleiðir.  

Við hvaða að­stæð­ur er mesta hætta á að gróð­ur­eld­ar komi upp?

  • Langvarandi þurrkur
  • Heitt í veðri
  • Lítill raki
  • Mikill vindur
  • Þrumur og eldingar

Frek­ari upp­lýs­ing­ar um gróð­ur­elda

Nánari upplýsingar um gróðurelda

Á vefnum grodureldar.is er fræðsluefni sem unnið er í samstarfi við stýrihóp um varnir gegn gróðureldum.

Nánari upplýsingar um gróðurelda

Á vefnum grodureldar.is er fræðsluefni sem unnið er í samstarfi við stýrihóp um varnir gegn gróðureldum.