Eldklár ferðaráð

Íslenska sumarið í öllu sínu veldi er dásamlegt. Fólk flykkist með brös á vör hringinn í kringum landið á ýmsum farartækjum og með mismunandi gististaði í huga. Ævintýrin eru mörg og á sama tíma þarf að huga að ýmsu, þar á meðal brunavörnum. Eldhættan fer aldrei í frí og því nauðsynlegt að hafa þær í huga öllum stundum og bæta þeim við á tjékklistann áður en lagt er í hann.

Vissir þú að skylt er að hafa slökkvitæki í öllum breyttum bílum & húsbílum? Einnig er góður siður að hafa slökkvitæki í öllum bílum sem og ferðavögnum. Þar sem ferðalagið getur boðið upp á ýmis veður og hitabreytingar er nauðsynlegt að hlaða og yfirfara slökkvitækið árlega hið minnsta. Reykskynjarann þekkja flestir og finnst hann á bróðurparti heimila landsins. Hafið reykskynjara ávallt með í för ásamt gasskynjara sé ætlunin að nota gas á ferðalaginu.askdfdfhsdfs

Fræðslu­mynd­bönd

Rjúk­andi ráð fyr­ir bú­stað­inn

Ekki láta góma þig við að vita ekki þitt rjúkandi ráð! Enginn afsláttur er gefinn á brunavarnir bústaðannaen þar gilda sömu reglur og heima fyrir:

Nokkrir kolamolar á grillið

·         Staðsetjið grillið ekki of nálægt mannvirkjum, skjólveggjum & gróðri

·         Yfirgefið ekki grillið á meðan það er í notkun

·         Nauðsynlegt er að prófa gaskútinn & ganga úr skugga að búnaðurinn sé þéttur og rækilega skorðaður

·         Ekki gleyma að hreinsa fitu og olíu af grillinu

Yfir hvað ertu að tjalda?

  • Forðist að nota gas til eldunar og upphitunar inni í tjöldum – slysin eru fljót að gerast og þá sérstaklega þegar eldmaturinn er mikill eins og í tjöldum
  • Ekki skríða ofan í svefnpokann þegar varðeldurinn logar enn – slökkvið heldur í honum með vatni eða sandi
  • Sama á við um einnota grill – gætið að í því sé slökkt
  • Kynnið ykkur reglur og flóttaleiðir tjaldsvæðisins
  • Farið almennt varlega með opinn eld í kringum tjöld og á tjaldsvæðinu
  • Munið eftir gróðureldahættunni

Gróðureldar

Eldur getur komið upp í lággróðri jafnt sem í háum skógum, en það eru aðstæðurnar sem hrinda ferlinu af stað.

Gróðureldar

Eldur getur komið upp í lággróðri jafnt sem í háum skógum, en það eru aðstæðurnar sem hrinda ferlinu af stað.