Námskeið Brunamálaskólans
Áætlun um námskeið Brunamálaskólans á hverju ári er birt á heimasíðunni um leið og hún liggur fyrir og er einnig send slökkviliðsstjórum.
Samkvæmt 10. grein reglugerðar um Brunamálaskólann skal grunnmenntun fyrir slökkviliðsmenn taka mið af lögbundnum verkefnum slökkviliða og útfært nánar í námskrá skólans. Heimilt er að útfæra grunnámið að mismunandi rekstrarformum slökkviliða, þannig að það þjóni slökkviliðsmönnum í bæði aðal- og aukastarfi.
Skráning á námskeið skal berast til Brunavarnasviðs á netfangið brunamalaskolinn@hms.is að minnsta kosti 14 dögum áður en það hefst. Náist ekki lágmarksfjöldi á námskeiðið fellur það niður. Skráning er jafnframt staðfesting slökkviliðsstjóra á að viðkomandi slökkviliðsmenn hafi lokið fornámi og námi sem samsvarar undanfarandi námskeiðum, hafi tilskilin réttindi og hæfni þar sem það á við.