Námskeið Brunamálaskólans
Áætlun um námskeið Brunamálaskólans á hverju ári er birt á heimasíðunni um leið og hún liggur fyrir og er einnig send slökkviliðsstjórum.
Námskeiðsáætlun Brunamálaskólans skólaárið 2022 - 2023
Námskeiðsáætlun Brunamálaskólans skólaárið 2022 - 2023
Samkvæmt 11. grein reglugerðar um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna skulu slökkviliðsmenn sem gegna hlutastarfi hljóta menntun í samræmi við þá þjónustu sem slökkvilið skulu veita samkvæmt brunavarnaáætlun viðkomandi sveitarfélags. Námið skiptist í námskeið 1-4 auk endurmenntunar. Slökkviliðsmenn sem gegna hlutastarfi skulu að minnsta kosti hafa lokið fornámi, námskeiði 1 og fyrri og seinni hluta námskeiðs 2.
Skráning á námskeið skal berast til Brunavarnasviðs á netfangið brunavarnasvid@hms.is að minnsta kosti 14 dögum áður en það hefst. Náist ekki lágmarksfjöldi á námskeiðið fellur það niður. Skráning er jafnframt staðfesting slökkviliðsstjóra á að viðkomandi slökkviliðsmenn hafi lokið fornámi og námi sem samsvarar undanfarandi námskeiðum, hafi tilskilin réttindi og hæfni þar sem það á við.