Nám og ráðningarskilyrði slökkviliðsmanna

Þeir sem ráðnir eru til starfa sem slökkviliðsmenn skulu fullnægja ákveðin skilyrðum, sbr. reglugerð 792/2001 um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna. Hér að neðan má nálgast nánari útlistun á þeim skilyrðum.

Slökkvi­liðs­menn skulu full­nægja eft­ir­töld­um skil­yrð­um

  • Hafa góða líkamsburði, vera andlega og líkamlega heilbrigðir, reglusamir og háttvísir, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og vera ekki haldnir lofthræðslu eða innilokunarkennd
  • Hafa að lokinni reynsluráðningu aukin ökuréttindi til að stjórna vörubifreið og leigubifreið
  • Hafa iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun og reynslu

At­vinnu­slökkvi­lið

Nám fyrir slökkviliðsmenn að aðalstarfi skiptist í eftirfarandi fjóra hluta. Slökkviliðsmenn skulu a.m.k. hafa lokið fornámi og námi Atvinnuslökkviliðsmanns.

Hluta­starf­andi slökkvi­lið

Slökkviliðsmenn sem gegna hlutastarfi skulu hljóta menntun í samræmi við þá þjónustu sem slökkvilið skulu veita samkvæmt brunavarnaáætlun viðkomandi sveitarfélags. Námið skiptist í eftirfarandi fjóra hluta auk endurmenntunar. Slökkviliðsmenn, sem gegna hlutastarfi, skulu a.m.k. hafa lokið námskeiði fornáms ásamt námskeiðum 1 og 2.

Fornám: Nýliðar skulu ljúka að lágmarki 20 kennslustunda fornámi áður en þeir hefja störf sem hlutastarfandi slökkviliðsmenn. Fornámið er í umsjón og á ábyrgð viðkomandi slökkviliðs en Brunamálaskólinn lætur slökkviliði í hendur gögn vegna fornáms, svo sem námslýsingu, kennsluefni og próf. Að loknu námi skal nemandinn vera hæfur til starfa sem byrjandi í hlutastarfandi slökkviliði.

Hlutastarfandi slökkviliðsmaður: Brunamálaskólinn veitir kennslu í fjórum hlutanámskeiðum og skulu hlutastarfandi slökkviliðsmenn sækja þau námskeið sem falla að því þjónustustigi sem sveitarfélagið hefur ákveðið að veita samkvæmt brunavarnaáætlun.

Löggilding slökkviliðsmanna

Slökkviliðsmenn, sem sækja um löggildingu til að starfa sem slökkviliðsmenn, skulu hafa lokið lágmarksnámi fyrir slökkviliðsmenn við Brunamálaskólann eða hlotið sambærilega menntun sem skólaráð Brunamálaskólans metur jafngilda. Jafnframt skulu þeir hafa gegnt slökkvistarfi eða starfað við brunavarnir að aðalstarfi a.m.k. í eitt ár samfellt eða starfað í hlutastarfi a.m.k. í fjögur ár.

Slökkviliðsstjóri skal hafa hlotið löggildingu sem slökkviliðsmaður og starfað að lágmarki í eitt ár í slökkviliði sem löggiltur slökkviliðsmaður, eða hafa háskólamenntun með sérmenntun í brunamálum.

Umsókn um löggildingu sem slökkviliðsmaður skal send til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Með umsókn skal fylgja skírteini frá Brunamálaskólanum því til staðfestingar að umsækjandi hafi lokið tilskyldu námi. Einnig skal fylgja með yfirlýsing slökkviliðsstjóra eða annars yfirmanns, eftir því sem við á, um að umsækjandinn uppfylli skilyrði um lágmarksstarfstíma. Telji umsækjandi að hann hafi lokið öðru námi sem teljist sambærilegt námi úr Brunamálaskólanum, skal hann leggja fram vottorð eða prófskírteini um að hann hafi lokið því námi. Auk þess skal fylgja lýsing á náminu. Hægt er að sækja um löggildingu slökkviliðsmanna hér á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Þegar við á skal leita umsagnar skólaráðs Brunamálaskólans um hvort menntun umsækjanda geti talist sambærileg námi í Brunamálaskólanum.

Víkja má tímabundið frá einu eða fleiri þessara skilyrða vegna þeirra sem gegna slökkvistarfi eða starfa við brunavarnir ef ekki reynist unnt að fá menn til starfa sem uppfylla framangreind skilyrði. Endurráðning í starf slökkviliðsmanna miðast við að þeir standist þessar kröfur.

  • Nám atvinnuslökkviliðsmanna
  • Nám hlutastarfandi slökkviliðsmanna
  • Nám eldvarnaeftirlitsmanna
  • Endurmenntun

Reglugerð um Brunamálaskólann

Reglugerð nr. 792/2001 um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna.

Reglugerð um Brunamálaskólann

Reglugerð nr. 792/2001 um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna.