Nám­skeið Bruna­mála­skól­ans

Nám­skeið Bruna­mála­skól­ans

Áætlun um námskeið Brunamálaskólans á hverju ári er birt um leið og hún liggur fyrir og er einnig send slökkviliðsstjórum.

Samkvæmt 10. gr. reglugerðar um Brunamálaskólann skal grunnmenntun fyrir slökkviliðsmenn taka mið af lögbundnum verkefnum slökkviliða og útfært nánar í námskrá skólans. Heimilt er að útfæra grunnámið að mismunandi rekstrarformum slökkviliða, þannig að það þjóni slökkviliðsmönnum í bæði aðal- og aukastarfi.

Skráning á námskeið skal berast til HMS á netfangið brunamalaskolinn@hms.is að minnsta kosti 14 dögum áður en það hefst. Náist ekki lágmarksfjöldi á námskeiðið fellur það niður. Skráning er jafnframt staðfesting slökkviliðsstjóra á að viðkomandi slökkviliðsmenn hafi lokið fornámi og námi sem samsvarar undanfarandi námskeiðum, hafi tilskilin réttindi og hæfni þar sem það á við.

Dagskrá skólaársins 2024-25 (birt með fyrirvara um breytingar)


Endurskipulagning skólans er enn í fullum gangi og tekur skipulag skólans og námskeiðshald mið af því.

Námskeið haustið 2024 

Stað- og dagsetningar námskeiða voru ákveðin í samráði við slökkviliðin á þeim landshlutum sem námskeiðin verða haldin.

  • Fjórar námslotur vegna grunnnáms slökkviliðsmanna í útkallsliðum:
  • Austurland - hættuleg efni - september og nóvember
  • Fjallabyggð - Grunnnám slökkviliðsmanna - fyrsti hluti/slökkvitækni - 18.-20. október
  • Stykkishólmur - Grunnnám slökkviliðsmanna - fyrsti hluti/slökkvitækni - 8.-10. nóvember

  • Framhaldsnám slökkviliðsmanna - tilraunahópur SHS - október.
  • Eldvarnaeftirlitsnámskeið - endurmenntun - Gerð skoðanaáætlanna - Á Teams þann 9. október
  • Eldvarnaeftirlitsnámskeið - Annar hluti - Verður haldið á höfuðborgarsvæðinu þann 16.- og 17. október.
  • Stjórnendanám - Áætlað á Suðurlandi - auglýst síðar
Önnur námskeið 
  • Leiðbeindanámskeið í umgengni við nýja orkugjafa - Samstarfsverkefni með LSOS og haldið á höfuðborgarsvæðinu í október

Nám­skeið vor­önn 2025

Stað- og dagsetningar námskeiða verða ákveðin í samráði við slökkviliðin á þeim landshlutum sem námskeiðin verða haldin.

  • Þrjár námslotur vegna grunnnáms slökkviliðsmanna - verklegar staðlotur með bóklegum undanfara á kennsluvef. - auglýst síðar
  • Framhaldsnám fyrir slökkviliðsmenn - tilraunahópur SHS - auglýst síðar.
  • Stjórnendanám - Áætlað á Vesturlandi, Norðurlandi og Austurlandi - auglýst síðar.
     

Ef önnur námskeið verða sett á dagskrá, að því leiðarljósi að hraða framgangi endurskipulagningar skólans verður skráning og skipulag auglýst tímanlega. 

Fyrir nýliða í slökkviliðum 

Nám við Brunamálaskólann er fyrir einstaklinga sem eru starfandi í slökkviliðum. Fyrsti hluti náms slökkviliðsmanna kallast fornám og er í umsjón og ábyrgð viðkomandi slökkviliðs en Brunamálaskólinn lætur slökkviliði í hendur verklega námslýsingu, ásamt því að veita nemendum aðgengi að bóklegu námsefni í gegnum kennsluvef. Starfsnám tekur við af fornámi, þar sem nemendur taka þátt í æfingum og þjálfun slökkviliðsins.