Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Upplýsingar fyrir styrkhafa
Upplýsingar fyrir styrkhafa
Hér má finna upplýsingar um útgreiðslur hjá Aski, skjal með yfirliti yfir kostnað í tengslum við lokagreiðslu styrks, útlitslegt skjal fyrir lokaskýrslu, slóð á umsóknarkerfið og upplýsingar um hvernig vitna á til styrksins í kynningarefni og ritrýndum greinum.
Útgreiðsla
Útgreiðsla á styrk úr Aski - mannvirkjarannsóknasjóði er tvíþætt.
- Fyrri hluti styrks er greiddur þegar samningur um styrk hefur verið undirritaður.
- Síðari hluti greiðslu er greiddur þegar lokaskýrslu vegna verkefnis hefur verið skilað til sjóðsins auk yfirliti yfir raunkostnað og reikningum vegna aðkeypts kostnaðar. Vinsamlega fyllið út skjalið "Yfirlit yfir kostnað_lokaskil" og sendið á netfangið askur@hms.is; hrafnhildur.hrafnsdottir@hms.is ásamt reikningum og lokaskýrslu.
Lokaskýrsla
Askur - mannvirkjarannsóknasjóður býður upp á útlitslegt skjal fyrir lokaskýrslu, sjá lokaskýrsluform. Umsækjendur geta fengið slíkt skjal með upplýsingum úr umsóknarkerfi Asks sent. Skjalið er hugsað sem þjónusta við styrkhafa og tenging við upphaflega umsókn og markmið og að gefa umsækjendum aukinn kraft í vinnslu verkefnisins og niðurstaðna þess en það er alls ekki skylda að nýta skjalið ef styrkhafar vilja setja skýrsluna fram í öðru útliti.
Útgefið efni styrkhafa
Í samningi styrkhafa við Ask kemur fram að: "Styrkþegi skuldbindur sig til að láta það koma fram á öllu útgefnu efni, auglýsingum o.s.frv. sem tengist hinu styrkta verkefni að það hafi hlotið styrk úr Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði sem er fjármagnaður af innviðaráðuneytinu og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.
HMS hefur heimild til að birta niðurstöður þeirra rannsókna sem hljóta styrki úr sjóðnum og safna þeim saman á miðlægt vefsvæði Asks – mannvirkjasjóðs hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Lokaskýrsla verður birt á svæðinu sem og myndræn og upplýsandi kynning á verkefninu í formi myndbands og/eða PPT kynningar."
Birting á niðurstöðum rannsókna
Við birtingu á niðurstöðum í lokaskýrslu þarf að koma fram að verkefnið er styrkt af Aski - mannvirkarannsóknasjóði
Þetta verkefni er styrkt af Aski – mannvirkjarannsóknasjóði. Askur er sjóður í eigu innviðaráðuneytisins og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Hlutverk Asks – mannvirkjarannsóknarsjóðs er að veita styrki til mannvirkjamála með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar. Dagleg umsýsla sjóðsins er í höndum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Frekari upplýsingar um sjóðinn eru á vefsíðu hans hms.is/askur
Skýrslan er unnin af ofangreindum höfundum sem eru eigendur skýrslunnar og bera ábyrgð á innihaldi hennar.
Þegar styrkta verkefnið er ritrýnd grein
Acknowledgements: This report is funded / funded partially by Askur - mannvirkjarannsóknasjóður (e. Askur - Research Fund for the Construction Industry) which is managed by the Housing and Construction Authorities of Iceland and funded by the Icelandic ministry of Infrastructure and the ministry of Higher education, Science and Innovation.
The authors of the report are the owners of the report and are responsible for its content. Any opinions, findings and conclusions or recommendations expressed in this material are those of the authors and do not necessarily reflect the viewes of the Housing and Construction Authorities.