Um Ask
Um Ask
Askur er samkeppnissjóður sem stofnaður var árið 2021 og veitir styrki til mannvirkjarannsókna. Askur leggur áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar, í samræmi við markmið mannvirkjalaga.
Í rekstri sjóðsins er leitast við að opna opinbert styrkjaumhverfi fyrir fleiri aðila úr háskólasamfélagi og atvinnulífi og einnig að stuðla að auknu samstarfi við erlenda rannsóknaraðila. Áherslur sjóðsins snúa einkum að samfélagslegum áskorunum í byggingariðnaði, svo sem rakaskemmdum í mannvirkjum og aðgerðum til lækkunar kolefnisspors. Við hverja úthlutun er horft til þarfa, eðlis og áskoðana á sviði mannvirkjagerðar, áherslna í nýsköpun og markmiða um sjálfbærni.
Reglur sjóðsins
Í reglugerð sjóðsins og starfsreglum hans er fjallað nánar um styrkveitingar, fyrirkomulag úthlutana og fleira. Væntanlegir umsækjendur eru hvattir sérstaklega til að kynna sér þau ákvæði.
Fjármögnun og umsýsla
Sjóðurinn er fjármagnaður sameiginlega af félags- og húsnæðismálaráðuneytinu, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu og Húsnæðis-og mannvirkjastofnun.
Sjóðurinn heyrir undir félags- og húsnæðismálaráðuneytið en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun annast stjórn og daglega umsýslu sjóðsins, þ.m.t. stjórnsýslu og úthlutun.
Fagráð sjóðsins
Fagráð Asks er skipað fulltrúum með sérþekkingu á sviði mannvirkjamála tilnefndum af félags- og húsnæðismálaráðuneytinu, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu, samstarfsnefnd háskólastigsins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Samtökum iðnaðarins. Fulltrúi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er formaður fagráðsins.
Fagráð skal annast faglegt mat umsókna í samræmi við áherslur á sviði nýsköpunar og atvinnulífs, veita umsögn um styrkumsóknir og gera tillögur til ráðherra um úthlutun styrkja. Fagráð er jafnframt ráðgefandi fyrir ráðherra um fagleg málefni við úthlutanir úr sjóðnum eftir því sem óskað er.
Fagráðið skipa:
- Gústaf Adolf Hermannsson, formaður, fulltrúi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
- Björn Karlsson, fulltrúi félags- og húsnæðismálaráðuneytisins
- Kristján Örn Kjartansson, fulltrúi menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins
- Anna María Bogadóttir, fulltrúi samstarfsnefndar háskólastigsins.
- Ingibjörg Birna Kjartansdóttir fulltrúi Samtaka iðnaðarins
Varafulltrúar:
- Elín Þórólfsdóttir, fulltrúi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
- Valdís Ösp Árnadóttir, fulltrúi félags- og húsnæðismálaráðuneytisins
- Arngrímur Blöndahl Magnússon, fulltrúi menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins
- Ólafur Pétur Pálsson, fulltrúi samstarfsnefndar háskólastigsins
- Eyrún Arnarsdóttir, fulltrúi Samtaka iðnaðarins
Nánari upplýsingar
HMS annast rekstur og daglega umsýslu sjóðsins, stjórnsýslu, framkvæmd úthlutunar og samskipti við fagráð sjóðsins. Hægt er að óska eftir frekari upplýsingum með því að senda tölvupóst á netfangið askur@hms.is
Starfsmenn sjóðsins hjá HMS eru:
- Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir, hrafnhildur.hrafnsdottir@hms.is, verkefnastjóri Asks
- Gerður Jónasdóttir, gerdur.jonsdottir@hms.is, verkefnastjóri Asks
- Gústaf Adolf Hermannsson, gustaf.hermannsson@hms.is, formaður fagráðs Asks
- Elín Þórólfsdóttir, elin.thorolfsdottir@hms.is, teymisstjóri starfsumhverfis mannvirkjagerðar
- Þórunn Sigurðardóttir, thorunn.sigurdardottir, framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni