8. janúar 2024

Möguleg slysa- og brunahætta af ferðablöndurum frá BlendJet.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á innköllun BlendJet á ferðablöndurum af gerðinni BlendJet 2. Skv. upplýsingum framleiðanda hafa 1.377 blandarar af þessari gerð verið seldir til Íslands í gegnum vefverslanir og af tveimur söluaðilum. Innköllun BlendJet er á heimsvísu og því gætu blandarar af þessari gerð mögulega hafa borist hingað eftir öðrum leiðum. Framleiðandi mun hafa beint samband við þá aðila sem keyptu þau 1.377 eintök sem vitað er til að seld hafi verið til Íslands. Innköllunin nær aðeins til eintaka af BlendJet 2 með tiltekin raðnúmer, sjá nánar í innköllun framleiðanda.

 

Rafföng: Ferðablandarar af gerðinni BlendJet 2.

 

Framleiðandi/Vörumerki: BlendJet Inc, BlendJet 2.

 

Þekktir söluaðilar á Íslandi: 1.377 eintök hafa verið seld til Íslands gegnum vefverslanir og blandarar af þessari gerð hafa einnig verið seldir í ELKO og í Mi búðinni.

 

Hætta: Rafhlaða á rafrásaborði getur ofhitnað og valdið bruna og við ákveðnar aðstæður geta blöðin í blöndurunum brotnað og valdið slysum.

 

HMS beinir því til allra eigenda og notenda viðkomandi búnaðar að hætta notkun hans þegar í stað og hafa samband við framleiðanda/söluaðila.

Sjá frekari upplýsingar og leiðbeiningar í innköllun BlendJet: https://blendjet.com/safetyandrecall.

 

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS